Hayward baðst afsökunar

Tony Hayward, forstjóri BP, baðst afsökunar á versta olíuslysi í sögu Bandaríkjanna þegar hann svaraði spurningum bandarískrar þingnefndar í dag. Þar var hann harðlega gagnrýndur vegna sinnuleysis BP í aðdraganda olíulekans í Mexíkóflóa.

„Ég veit hversu mikil áhrif þetta slys hefur haft á líf fólks og að það hefur valdi mikilli óvissu, ég mér þykir það mjög leitt. Mér þykir það einnig leitt hversu mikil áhrif þessi leki hefur haft á umhverfið, dýralíf og vistkerfi Mexíkóflóa,“ sagði Hayward í opnunarávarpi sínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Hayward situr fyrir svörum þingnefndar í Washington frá því olíuborpallur BP sprakk í loft upp 20. apríl sl. Mótmælandi, sem sagðist vera rækjuveiðimaður af fjórðu kynslóð, truflaði vitnaleiðslurnar í skamma stund þegar Hayward hugðist ávarpa þingnefndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert