Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna

Benedikt XVI páfi
Benedikt XVI páfi Reuters

Benedikt XVl páfi, gagnrýndi í dag aðgerðir belgísku lögreglunnar í liðinni viku en lögreglan rannsakar meinta kynferðisglæpi kaþólskra presta í Belgíu. Segir páfi aðgerðirnar sorglegar en lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd af páfagarði. 

Í skilaboðum páfa til belgískra biskupa lýsir páfi yfir samstöðu með þeim á þessari sorgarstund.

Lögregla leitaði í nokkrum byggingum sem tengjast erkibiskup sem hefur látið af störfum og grafhýsum tveggja preláta, samkvæmt frétt á vef BBC.

Embætti saksóknara segir aðgerðir lögreglu tengjast ásökunum um að kirkjunnar þjónar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi.

Lögreglan í Leuven lagði á fimmtudag hald á um 500 skjöl og tölvu frá skrifstofu kaþólsku kirkjunnar þar í borg. Jafnframt var leitað í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar í Belgíu og fleiri stöðum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...