Kostnaður við heilbrigðiskerfi hækkar

Reuters

Kostnaður við heilbrigðiskerfi í helstu iðnvæddu ríkjum heims hækkar mun hraða er hagvöxtur þeirra. Eftir því sem lækniskostnaður eykst, eins og gert er ráð fyrir, neyðast yfirvöld í þessum löndum til að taka mjög erfiðar ákvarðanir, segir í tilkynningu frá OECD.

Heilbrigðiskostnaður í OECD ríkjunum fór úr 7,8% af vergri landsframleiðslu árið 2000 upp í 9% af VLF árið 2008.

OECD rekur hækkunina til tækniframfara, aukningu mannfjölda og hærri aldurs.

Í könnun OECD kemur í ljós að Bandaríkin eyddu 7.538 dollurum, eða um 970.000 krónum, í heilbrigðisþjónustu fyrir hvern íbúa landsins árið 2008.

Það er meira en tvöfalt hærra en önnur OECD ríki eyða í heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa, sem er að meðaltali 3.000 dollarar, eða 386.000 krónur.

Næst á eftir komu Noregur og Sviss, sem eyða meira en 50% meira en meðaltalið innan OECD.

„Í ljósi þess að flest ríkin þurfa nauðsynlega að lækka tekjuhalla, mun mörg OECD ríki þurfa að taka erfiðar ákvarðanir til að viðhalda heilbrigðisþjónustunni, s.s. setja hömlur á kostnað við heilbrigðiskerfin, draga úr kostnaði á öðrum sviðum eða hækka skatta.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert