Gestir Oktoberfest geta andað léttar

Reuters

Gestir á bjórhátíðinni Oktoberfest í München geta andað léttar þar sem íbúar Bæjaralands  samþykktu í atkvæðagreiðslu í dag að banna reykingar í ríkinu. 61% íbúa í öllum 96 héruðum Bæjaralands samþykktu bannið. Kosningaþátttaka var hins vegar dræm, eða einungis 37,7%. Einungis þurfti einfaldan meirihluta fyrir samþykki.

Þetta þýðir að bannað verður að reykja á öllum krám, veitingastöðum og bjórtjöldum. Í dag eru lögin þannig að heimilt er að reykja í sérstökum bjórtjöldum og á krám sem eru með sérstök reykingaherbergi.

Miklar deilur brutust út áður en gengið var til atkvæða á milli þeirra sem vildu algjört bann og þeirra sem töldu bannið ganga gegn frelsi einstaklingsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert