Milljarðar til mannúðarmála

Paul Allen.
Paul Allen.

Paul Allen, annar af stofnendum Microsoft, segir að meirihluti auðæfa sinna, sem eru metin á um 1.700 milljarða kr., muni að sér látnum renna til mannúðarmála.

Allen fylgir þar með í fótspor félaga síns Bill Gates. Þeir hafa nú heitið því að verja milljörðum dala ýmiskonar mannúðarverkefni. Gates og Allen stofnuðu Microsoft saman árið 1975. Allen sagði hins vegar skilið við það árið 1983.

Hann stofnaði góðgerðarsjóð fyrir 20 árum og hefur safnað 400 milljónum dala (um 49 milljörðum kr.) í hann. Þá hefur hann persónulega bætt 600 milljónum dala (um 74 milljarðar kr.) við sjóðinn.

„Ég vil segja frá því að stuðningur minn við mannúðarmál mun halda áfram að mér látnum,“ sagði Allen, sem er í 37. sæti yfir ríkustu menn jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert