Mikill eldsvoði í Kína

Slökkviliðsmenn standa fyrir framan stóran olíutank sem brann.
Slökkviliðsmenn standa fyrir framan stóran olíutank sem brann. Reuters

Mikill eldur kviknaði við hafnarsvæði í Dalian í Kína þegar sprengingar urðu í tveimur olíuleiðslum. Slökkviliðið hefur nú náð tökum á eldinum, en rúmlega 2.000 slökkviliðsmenn börðust við hann í um 15 klukkustundir. Mikill reykjarmökkur er enn á vettvangi. 

Olíuleiðslurnar eru í eigu stærsta olíufélags Kína. Sprengingarnar urðu seint í gærkvöldi að staðartíma þegar olíuflutningaskip var að afferma um 300.000 tonn af olíu. Það er lán í óláni að hafnarsvæðið er í nokkurri fjarlægð frá íbúabyggð.

Mikil brunalykt finnst í borginni en yfirvöld segja að engar eiturgufur hafi sloppið út í andrúmsloftið.

Hu Jintao, forseti Kína, og Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins, hafa beðið aðstoðarforsætisráðherrann til að stýra aðgerðum á vettvangi.

Eldar loguðu í Dalian í alla nótt.
Eldar loguðu í Dalian í alla nótt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert