Banamaður Lennons brátt frjáls á ný?

Lennon, Starr, Harrison og McCartney.
Lennon, Starr, Harrison og McCartney. Reuters

Mark David Chapman, banamaður Bítilsins John Lennon, mætir fyrir úrskurðarnefnd bandarískra fangelsismála í vikunni til og með 9. ágúst næstkomandi sem metur hvort honum skuli veitt reynslulausn, tæpum 30 árum eftir að hann skaut Lennon til bana í New York.

Chapman hefur ávallt verið hafnað beiðni um reynslulausn en nefndinni munu hafa borist fjögur bréf í ár með rökstuðningi gegn því að hann verði frjáls ferða sinna og tvö stuðningsbréf með andstæðum sjónarmiðum.

Nefndin hafnaði umsókn Chapmans árin 2000, 2002, 2004, 2006 og 2008, nú síðast með þeirri umsögn að reynslulausn hans myndi ógna öryggi almennings. 

Chapman er nú 55 ára en hann skaut Lennon til bana fyrir utan íbúð hans í New York hinn 8. desember 1980, dagsetning sem minnst er ár hvert með friðarsúlunni í Viðey.

Er honum haldið við hámarksöryggisgæslu ásamt föngum sem honum er ekki talin standa ógn af.

Mark Chapman, en myndin er tekin 1975.
Mark Chapman, en myndin er tekin 1975.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert