Sælla að gefa en þiggja

„Fjörutíu af auðugustu fjölskyldum og einstaklingum í Bandaríkjunum hafa heitið því að gefa megnið af eigum sínum til góðgerðastarfs,“ segir í yfirlýsingu sem birtist í dag á vefsíðunni The Giving Pledge. Hún er liður í átaki til að fá auðugt fólk til að gefa eigur sínar til mannúðarmála.

Efstur á blaði yfir auðmennina sem hafa heitið að gefa stóran hluta af eigum sínum Paul G. Allen, sem auðgaðist mjög á Microsoft. Snekkja hans Octopus hefur verið í Reykjavík undanfarið og vakið þar mikla athygli. 

Fjölskyldusjóður Paul G. Allen hefur einbeitt sér að mannúðarmálum í norðvesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hann hefur búið og starfað. Sjóðurinn hefur m.a. styrkt ýmis verkefni á svæðinu. Einnig hefur Allen styrkt heilarannsóknir í gegnum sérstaka stofnun. Hann vonast til þess að auðævi hans haldi áfram að koma góðum málefnum að liði löngu eftir sinn dag.

Þeir Bill Gates, stofnandi og forstjóri Microsoft til margra ára, og Warren Buffett, fjárfestir og margmilljarðamæringur, gengu á undan með góðu fordæmi. Þeir upplýstu í dag að fjörutíu auðmenn og auðugar fjölskyldur ætli einnig að ráðstafa stórum hluta eigna sinna til mannúðarmála.

Bill Gates tilkynnti um The Giving Pledge (gjafaloforðið) fyrir aðeins sex vikum. Hann átti hugmyndina að átakinu ásamt Buffett. Tilgangurinn er að fá ofurríka til að gefa minnst helming eigna sinna til góðra málefna.

Nú hafa slegist í hópinn auk fyrrgreindra Ted Turner, stofnandi CNN, Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, Larry Ellison, einn stofnenda Oracle og George Lucas, kvikmyndaleikstjóri.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti frumkvæðið að átaki til að …
Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti frumkvæðið að átaki til að efla gjafmildi auðmanna og auðugra fjölskyldna. Reuters
Auðmaðurinn Warren Buffett er ekki með tvær hendur tómar, þótt …
Auðmaðurinn Warren Buffett er ekki með tvær hendur tómar, þótt hann sé búinn að ráðstafa stórum hluta eigna sinna til góðra málefna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert