Skjálfti 6,4 við Aleutian-eyjar

Jarðskjálfti að styrk 6,4 stig skók Aleutian eyjar og nágrenni útifyrir strönd Alaska í dag. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS telur að upptök skjálftans hafi verið 143 km vestsuðvestur af Adak í Alaska. Það er á mótum Kyrrahafs og Beringhafs. Upptökin voru á um 44 km dýpi í jarðskorpunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert