Ætlaði að gifta sig eftir hálfan mánuð

Karen Woo lét lífið við störf í Afganistan.
Karen Woo lét lífið við störf í Afganistan.

Breski læknirinn Karen Woo, sem skotin var í Afganistan ásamt sjö öðrum læknum og tveimur fylgdarmönnum, ætlaði að gifta sig eftir hálfan mánuð. Lögreglan í Afganistan hefur handtekið bílstjóra sem talið er að hafi ekið með morðingja læknanna þegar morðin voru framin.

Paddy Smith, unnusti Woo,  sagði við fjölmiðla í dag að Woo hefði verið einstök manneskja. Hún hefði haft einlægan áhuga að verða þurfandi fólki í Afganistan að liði.

Morðin á læknunum hafa verið fordæmd út um allan heim. Lögregla í Afganistan leggur mikla áherslu á að reyna að hafa upp á morðingjunum. Hún hefur handtekið mann sem ók bílnum sem morðingjarnir voru á. Vonast er eftir að hann geti gefið upplýsingar um hvar félaga hans er að finna.

Síðast heyrðist til læknanna á miðvikudag. Einn afganskur fylgdarmaður þeirra slapp lifandi af því að hann hafði þulið upp vers úr kóraninum. Hann hefur greint frá því að læknarnir hafi verið leiddir fram einn af öðrum og skotnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert