Forseti Nígeríu fær þrjár einkaþotur

Goodluck Jonathan forseti Nígeríu.
Goodluck Jonathan forseti Nígeríu. AFOLABI SOTUNDE

Til stendur að verja sem nemur 155 milljónum Bandaríkjadölum úr ríkissjóð Nígeríu í kaup á þremur nýjum einkaþotum fyrir forseta landsins, Goodluck Jonathan. Á sama tíma leitar olíuríkið leiða til að fjármagna ásættanlegt raforkukerfi í landinu.

Keyptar verða tvær Falcon 7x vélar frá Frakklandi og ein Gulfstream G550 vél frá Bandaríkjunum, að sögn upplýsingamálaráðherra Nígeríu. Í gær fullyrti Jonathan, sem tók við forsetaembættinu í maí, því að hann myndi standa við eitt helsta kosningaloforð sitt og setja 3,5 milljarða dollara í áætlun til að koma á rafmagni í Afríkuríkinu, þar sem margir íbúar eru án rafmagns. Litlar upplýsingar voru hinsvegar gefnar um hvaðan sá peningur ætti að koma.

Nígería er fjölmennasta ríki Afríku og áttundi stærsti olíuútflytjandi heims, en spilling hefur lengi hrjáð þjóðina og hefur ríkisstjórnin hingað til ekki getað útvegað öllum borgurum sínum mannsæmandi grunnþjónustu, þar á meðal rafmagn.  Slæmt ástand orkuveranna í landinu hefur orðið til þess að Nígería hefur þurft að flytja inn eldsneyti þrátt fyrir að vera svo ríkt af olíu og gasi.

Hefðbundin hús í þorpinu Dareta í Nígeriu.
Hefðbundin hús í þorpinu Dareta í Nígeriu. STR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert