Danir sigla norðausturleið

Hafísinn hefur lokað siglingleiðum norðan við Síberíu og Kanada. Nú …
Hafísinn hefur lokað siglingleiðum norðan við Síberíu og Kanada. Nú minnkar ísinn óðfluga. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Danskt skipafélag er það fyrsta utan Rússlands sem fengið hefur leyfi til að sigla norðausturleiðina frá Evrópu til Asíu. Siglingar um norðvesturleiðina úr Atlantshafi til Kyrrahafs verða einnig greiðari eftir því sem ís minnkar í norðurhöfum.

Grænlenska útvarpið KNR greinir frá því að danska skipafélagið spari 15 daga siglingu og eldsneyti fyrir meira en eina milljón danskra króna (21 milljón íslenskra króna) með því að fara norðausturleiðina frá Evrópu til Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert