200 þúsund heimilislausir vegna flóða

Þorp í Nígeríu.
Þorp í Nígeríu. Reuters

Flóð í Nígeríu hafa skilið um 200 þúsund manns eftir heimilislaus að sögn Sameinuðu þjóðanna en íbúar Nígeríu eru einnig mjög vannærðir. Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna taldi að nærri 30 þúsund heimili hafi eyðilagst í flóðunum sem skall á þjóðina sunnan Sahara í byrjun þessa mánaðar.

Samkvæmt fréttastofu AFP var áætlað var að um helmingi færri heimili myndu farast. Öll svæði Nígeríu hafa orðið fyrir annað hvort miklum rigningum eða flóði úr ám Nígeríu.

Margir þjást vegna matarskorts á svæðinu og eru flóðin ekki til að bæta ástandið. Tilfelli malaríu og niðurgangs hjá íbúum hefur fjölgað eftir að flóðin skullu á.

Þörf er á um 10 þúsund tonn af mat, 60 þúsund teppum og 34 þúsund moskítónetum fyrir fórnarlömb flóðanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er talið að um 7 milljón manns, eða um helmingur íbúa Nígeríu lendi í miklum matarskorti ef ekki fæst hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert