Bush og Blair gegn Brown

George W. Bush og Tony Blair.
George W. Bush og Tony Blair. Reuters

Breska blaðið Sunday Telegraph fullyrðir, að Tony Blair hafi reynt að sitja áfram í embætti forsætisráðherra Bretlands lengur en hann ætlaði eftir að hafa fengið upplýsingar um að ríkisstjórn George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, hefði miklar efasemdir um að Gordon Brown væri heppilegur eftirmaður Blairs.

Blaðið segir, að þetta hafi verið ein helsta ástæða þess, að Blair reyndi að halda í völdin fram til ársins 2008 og reyndi jafnframt að koma því í kring að David Miliband yrði eftirmaður sinn en ekki Brown. 

Sunday Telegraph segir, að bandarískir embættismenn hafi látið efasemdir um Brown í ljós eftir fund, sem Brown átti með Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bretla. Þar er Brown sagður hafa skammað Rice fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar í þróunarmálum og málefnum Afríku.

Rice mun hafa sagt farir sínar ekki sléttar eftir þennan fund og í kjölfarið var Blair látinn vita að Bandaríkjamenn væru ekki sérlega hrifnir af þessum væntanlega forsætisráðherra Bretlands.  

Blair gaf síðan til kynna, að hann hefði hug á því að sitja áfram í embætti að minnsta kosti til ársins 2008 en það ár lauk kjörtímabili Bush.  Hann varð hins vegar að falla frá þessum áformum og Brown varð forsætisráðherra í júní 2007. Hann fylgdi síðan utanríkismálastefnu, sem var ekki eins háð Bandaríkjunum og sú stefna sem Blair fylgdi.

Frétt Sunday Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert