800 karlar myndaðir vegna nauðgunar

Ferjan Silja Festival
Ferjan Silja Festival

Lögreglunni í Stokkhólmi í Svíþjóð barst í morgun tilkynning konu um að hún hafi orðið fyrir hópnauðgun karla um borð í risaferjunni Silja Festival sem var að koma frá Riga í Lettlandi með um 1.600 farþega, flest ungmenni sem voru að skemmta sér um borð. 

Þegar Silja Festival lagðist að bryggu í Stokkhólmi um kl. 9.30 í morgun að staðartíma beið hópur lögreglumanna á bryggjunni. Körlunum var skipað að fara í sérstaka röð. Lögreglan tók svo myndir af öllum körlum sem voru um borð og skráði persónuupplýsingar hvers og eins. 

Talsmaður útgerðarinnar taldi að nokkuð jöfn kynjaskipting hafi verið í farþegahópnum. Því er talið að um 800 karlar hafi verið myndaðir og skráðir við komuna. Aðgerðin vakti nokkuð uppnám nokkurra karlanna.

Þetta tafði landgöngu farþeganna og tók hún um næstum tvær klukkustundir.  Að sögn sænskra fjölmiðla mæltist þessi aðgerði illa fyrir hjá farþegunum, þeim líkaði ekki að vera stillt upp við glervegg og myndaðir áður en þeir fengu að fara í land.

Ferð ferjunnar um þessa helgi, fram og til baka frá Stokkhólmi til Riga var sérstaklega auglýst sem samkvæmisferð fyrir ungt fólk. Flestir farþeganna voru sænskir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert