Í lagi að kaupa eftirlíkingar

Úr af gerðinni Rolex Oyster.
Úr af gerðinni Rolex Oyster.

Í nýrri skýrslu er því haldið fram að það geti verið neytendum í hag að kaupa eftirlíkingar af merkjavöru sem og þeim fyrirtækjum sem framleiða vörurnar sem verið er að líka eftir.

Samkvæmt skýrslunni, sem fjármögnuð var af Evrópusambandinu, fá neytendur vörurnar, s.s. fatnað og úr, á mun betra verði en hefðu þeir keypt raunverulega merkjavöru. Fyrirtæki fái hins vegar auglýsingu fyrir vörur sínar.

Skýrslan segir fullyrðingar um tap fyrirtækja vegna framleiðslu eftirlíkinga vera stórlega ýktar, einkum vegna þess að þeir sem kaupi eftirlíkingar myndu að öllum líkindum aldrei kaupa merkjavöruna sjálfa.

Lagt er til í skýrslunni að lögregluyfirvöld hætti að eyða tíma sínum í að eltast við þá sem framleiða eftirlíkingar og aðrar falsaðar vörur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert