Castro segir orð sín mistúlkuð

Fidel Castro
Fidel Castro HO

Fidel Castro fyrrum forseti Kúbu segir að orð hans hafi verið mistúlkuð, en bandarískur blaðamaður hafði eftir honum að „kúbverska módelið virkaði ekki einu sinni fyrir Kúbu lengur". Castro talaði við Havana háskóla í dag í tilefni útgáfu ævisögu sinnar.

Ummælin féllu í samtali við blaðamanninn Jeffrey Goldberg sem fékk að dvelja með Castro í 3 daga fyrir grein í tímaritinu The Atlantic. Í greininni er því lýst hvernig Castro hafi grínats með efnahagsstöðuna á Kúbu. Castro segist nú sjálfur hafa látið orðin falla „án reiði eða áhyggna. Nú er mér skemmt yfir því að sjá hvernig blaðamaðurinn túlkaði það bókstaflega."

Castro segir að ummælin hafi „þýtt einmitt hið gagnstæða" við það sem birt var í blaðinu. Julia Zweig, sérfræðingur um Kúbu sem var viðstödd viðtalið, segist hafa túlkað ummæli hans með öðrum hætti. „Hann var ekki að grínast og ég skildi hann þannig að efnahagslega módelið virkaði ekki lengur, ekki byltingin, ekki hugmyndafræði sósíalismans, ekki sjálfstæðið, heldur bara módelið," segir Zweig.

Hún segir að Castro, sem er 84 ára gamall, sé í „mjög góðu formi". „Hann er augljóslega eldri og hefur fundið fyrir margskonar kvillum, en hann borðar vel, hann spjallar, er hnyttinn í samtölum og segir frá áhugaverðum hlutum og ég myndi segja að hann væri 1000% meðvitaður um umhverfi sitt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka