Indversk þorp skolast burt

Flóð plaga nú norður- og vesturhluta Indlands og hafa heilu þorpin þurrkast út. Hundruð íbúa hafa dögum saman verið strandaðir án nokkurrar hjálpar. 

Að minnsta kosti 10 þorp eru rústir einar eftir flóðin, sem urðu í kjölfar mikilla hitabeltisrigninga. Íbúar kvarta undan því að vera matarlausir. Samgöngur eru í lamasessi enda hafa vegir ýmist rofnað eða þeir eru hreinlega í kafi. 

Íbúar í Nýju-Delí búa sig nú undir það versta en vatnsyfirborð Yamuna árinnar fer stöðugt hækkandi og hafa nú slegið öll fyrri met.  Yfirvöld hafa rýmt heimili og flutt íbúa á svæði sem eru hærra yfir vatnsyfirborðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert