Rekinn fyrir að niðurlægja unglinga

Difkat Khantimerov skipaði unglingsdrengjum að kyssa skóna sína á meðan …
Difkat Khantimerov skipaði unglingsdrengjum að kyssa skóna sína á meðan þeir tóku armbeygjur.

Rússar ráku í dag með skömm háttsettan yfirmann, eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann sést þvinga skólabörn til að kyssa skóna hans á meðan þau strita við að taka armbeygjur í opinberri heimsókn hans í skólann þeirra.

Tugþúsund netnotenda hafa skoðað myndbandið, sem valdið hefur miklu hneyksli í Rússlandi. Embættismaðurinn Difkat Khantimerov, æðsti stjórnandi héraðsins Ermekeyev í lýðveldinu Bashkortostan í suðurhluta Rússlands, sést þar öskra á örþreytta unglinga í íþróttasal skólans þeirra og skipa þeim að kyssa á sér tærnar á meðan þau taka armbeygur.

Forseti Bashkortostan segist hafa rekið Khantimerov um leið og hann sá myndbandið, sem sé óhugnanlegt og mikil niðurlæging gagnvart skólabörnunum. Talsmaður barnaverndar í Rússlandi segir myndbandið enn eitt dæmið um slæma meðferð á börnum. „Það skiptir engu máli þótt þau séu íþróttamenn. Þetta eru fyrst og fremst börn. Fólk verður að skilja að þeir sem eru í valdastöðum eiga að gegna skyldum sínum en ekki misnota völd sín og skaða heilsu barna."

Myndbandið má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka