Teresa Lewis tekin af lífi

Klefi þar sem fólk er tekið af lífi með banvænni …
Klefi þar sem fólk er tekið af lífi með banvænni sprautu Af vefnum Fair justice for all

Teresa Lewis, sem dæmd var fyrir að skipuleggja morð á eiginmanni sínum og stjúpsyni, var tekin af lífi með eitursprautu í nótt. Hún var 41 árs. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í Virginíu-fylki síðan 1912.

Lewis varði síðustu klukkutímunum í lífi sínum með andlegum ráðgjafa og nokkrum fjölskyldumeðlimum í fangelsinu í Jarratt í Virginíu. Hún fékk síðan kjúkling að borða.

Lewis var með tárin í augunum þegar hún gekk inn í dauðaklefann. Stuttu áður en hún var tekin af lífi spurði hún hvort stjúpdóttir hennar, Kathy Clifton sem er dóttir hins myrta eiginmanns hennar, væri á staðnum. Clifton var í herbergi þar sem hægt er að fylgjast með aftökunni í gegnum glervegg. „Ég vil að Kathy viti að ég elska hana og ég biðst fyrirgefningar.“ Þetta voru hennar síðustu orð.

Lewis hitti Rodney Fuller og Matthew Shallenberger í stórmarkaði árið 2002. Hún tók upp samband við hinn 22 ára gamla Shallenberger og hvatti 16 ára dóttur sína til að taka saman við Fuller.

Lewis hefur viðurkennt að hafa farið að heiman til að mennirnir tveir gætu skotið eiginmann sinn og stjúpson.

Öll þrjú voru fundin sek um morðið. Tvímenningarnir sem skutu mennina voru dæmdir í ævilangt fangelsi en Lewis var dæmd til dauða með þeim rökum að hún hefði skipulagt morðin. Lögfræðingar hennar héldu því fram að Shallenberger hefði skipulagt morðin.

Teresa Lewis
Teresa Lewis
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert