Blikur á lofti í friðarviðræðum

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Mitchell, sérlegum sendimanni Bandaríkjaforseta, um málefni friðar í Miðausturlöndum. Enginn fundur er  á dagskrá með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eins og hafði þó áður verið tilkynnt.

Aðstoðarmaður Abbas, Nabil Abu Rudeina, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að Abbas og Michell ætluðu að ræða um hótun Palestínumanna að hætta friðarviðræðum við Ísraelsmenn ef byggingaframkvæmdum þeirra á Vesturbakkanum yrði ekki slegið á frest.

Mahmoud Abbas.
Mahmoud Abbas. Reuters/POOL
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert