Landtökumenn fagna afnámi byggingarbanns

Landtökumenn gyðinga á Vesturbakkanum fögnuðu því við sólsetur, að 10 mánaða banni, sem stjórnvöld í Ísrael lögðu við byggingarframkvæmdum á svæðinu verður aflétt á miðnætti. Kristnir stuðningsmenn þeirra tóku þátt í fagnaðarlátunum.   

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur hótað því að hætta friðarviðræðum við Ísraelsmenn ef byggingarframkvæmdir gyðinga á Vesturbakkanum hefjast að nýju. Hann sagðist þó um helgina ætla að ráðfæra sig við Arababandalagið á fundi í Kaíró í næstu viku áður en hann tekur endanlega ákvörðun.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hvatti gyðinga á Vesturbakkanum að sýna stillingu og halda að sér höndum en reynt er að finna málamiðlun þannig að friðarumleitanirnar fari ekki út um þúfur. 

Um 500 þúsund Ísraelsmenn búa nú á yfir 120 byggðum á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem en Palestínumenn gera tilkall til þessara svæða. 

Svæði þar sem gyðingar hafa byggt á Vesturbakkanum.
Svæði þar sem gyðingar hafa byggt á Vesturbakkanum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert