Joly: Tilvera Íslands í húfi

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ernir

Eva Joly segir í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri að tilvera Íslands sé í húfi  Hún segir að umheimurinn beri mikla ábyrgð á óförum Íslands

„Hvernig gátu svona margir verið svo blindir? “ spyr Joly. Hún kallar þjóðir heims til ábyrgðar vegna þess hversu íslenska bankakerfinu var leyft að vaxa mikið. „Bresk yfirvöld bera líka ábyrgð vegna íslensku bankanna í Bretlandi. Það kemur skýrt fram í reglum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.“

Joly segir Icesave deiluna vera bæði lögfræðilega og pólitíska og segir að heil kynslóð Íslendinga verði veðsett, nái kröfur Breta og Hollendinga  fram að ganga.

„Þetta er spurning um áframhaldandi tilveru Íslands. Nú þegar hafa um 8000 flutt úr landi, þar eru þeir ungu og framtakssömu í meirihluta.“

Joly segir Íslendinga vera reiða. „Forsetinn varð fyrir eggjakasti og þúsundir mótmæltu fyrir utan Alþingi.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert