11 komnir úr námunni

Búið er að bjarga 11 námamönnum af 33 sem hafa setið fastir í námugöngum í Chile frá því í ágúst. Byrjað var í nótt að bjarga mönnunum úr námunni en þeir eru fluttir upp á yfirborðið, einn og einn í einu, í sérstakri grind.

Mennirnir hafa verið fastir í námugöngunum um 600 metrum undir yfirborði jarðar í 70 daga. Sá ellefti, sem bjargað var, heitir Jorge Galleguillos og er 55 ára.

Þjóðhátíðarstemning hefur ríkt í Chile frá því fyrsta námumanninum var bjargað úr námunni um klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert