Suður-Kóreumenn flýðu til Norðursins

Ferðamenn í Suður-Kóreu líta með kíki yfir landamærin til Norður-Kóreu.
Ferðamenn í Suður-Kóreu líta með kíki yfir landamærin til Norður-Kóreu. LEE JAE-WON

Saksóknari í Seoul höfuðborg Suður-Kóreu gaf í dag út ákæru á hendur þriggja manna, þar á meðal læknis, fyrir að reyna að fara ólöglega inn í Norður-Kóreu. Mennirnir eru grunaðir um að gert misheppnaða tilraun til komast án heimildar inn í kommúnistaríkið yfir landamærin frá Kína í febrúar síðastliðnum.

Þremenningarnir kynntust á internetinu þar sem munu hafa náð vel saman vegna sameiginlegrar aðdáunar sinnar á Norður-Kóreu. Saksóknarar í Suðrinu hafa nú til rannsóknar hvort þremenningarnir hafi haft sambönd við einhvern innan Norður-Kóreu á meðan þeir dvöldu í Kína.

Afar óvenjulegt er að Suður-Kóreumenn reyni að flýja yfir í fátæktina í Norður-Kóreu. Hinsvegar hafa rúmlega 19.000 Norður-Kóreumenn flúið yfir landamærin til Suðurs síðan Kóreustríðinu lauk árið 1953. Flestir hafa flúið á allra síðustu árum, eftir langvarandi hungursneyð og matarskort í heimalandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert