Aziz í hungurverkfall

Tareq Aziz.
Tareq Aziz. Reuters

Sonur Tariqs Aziz, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Íraks, segir að faðir sinn og 25 aðrir fangar séu komnir í hungurverkfall. Aziz var í vikunni dæmdur til dauða fyrir morð og glæpi gegn mannkyninu.

Ziad Aziz segir að fangarnir séu að mótmæla, að ættingjar þeirra hafi ekki fengið að heimsækja þá eins og lög gera ráð fyrir.

Ziad Aziz segir, að faðir hans og hinir fangarnir séu enn í dómhúsinu á græna svæðinu svonefnda í Bagdad, þar sem dómurinn var kveðinn upp. Þeir hafi ekki verið fluttir enn í fangelsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert