Pólskt skip í neyð

Breska landhelgisgæslan hefur mikið að gera um þessar mundir. Myndin …
Breska landhelgisgæslan hefur mikið að gera um þessar mundir. Myndin er úr safni. Reuters

Breska landhelgisgæslan vinnur nú við að bjarga pólsku skipi með 47 manneskjum innanborðs, þar á meðal unglingum, eftir að mastur þess brotnaði í miklu stormviðri við suðvesturströnd Englands.

Neyðarkall barst frá skipinu, The Fryderyk Chopin, um 7 leytið í morgun að íslenskum tíma en þá hafði annað mastrið af tveimur brotnað af. Nærliggjandi skip hröðuðu sér á svæðið og sendi konunglegi sjóherinn þyrlu á staðinn.

Að sögn landhelgisgæslunnar var The Fryderyk Chopin staðsett um 160 kílómetra fjarlægð frá bresku Scilly-eyjum. Þrjú skip eru nú á leiðinni til bjargar, en þau eru í nokkurra klukkutíma fjarlægð. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast um borð.

Er þetta í annað sinn á þremur dögum sem bjarga hefur þurft skipi á þessum slóðum, en á miðvikudag þurfti að bjarga 100 manna áhöfn úr færeysku skipi er eldur varð laus um borð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert