Fyrir skynsemi og ótta

Stephen Colbert mætti á sviðið klæddur í ofurhetjubúningi.
Stephen Colbert mætti á sviðið klæddur í ofurhetjubúningi. Reuters

Tugir þúsunda mættu á baráttufund grínistanna Jons Stewarts og Stephens Colberts í Washington í dag. Fundinn nefndu þeir „baráttufund fyrir heilbrigðri skynsemi og/eða ótta“. 

Colbert hefur í þáttum sínum leikið persónu hægrimanns á kaldhæðinn hátt. Um leið og Stewart efndi til baráttufundar síns fyrir heilbrigðri skynsemi tilkynnti Colbert um fyrirætlun sína að standa fyrir baráttufundi sem fjalla átti um að ala á ótta. Á endanum ákváðu þeir að sameina fundina og bar hann því yfirskriftina „baráttufundur fyrir heilbrigðri skynsemi og/eða ótta“.

„Þetta er fullkomið lýðfræðilegt úrtak af bandarísku þjóðinni. Eins og þið vitið að ef maður er með of margt hvítt fólk á baráttufundi þá er maður kynþáttahatari en ef það er of mikið af mismunandi kynþáttum þá hlýtur maður að vera að fara fram á einhverja sérmeðferð - eins og að fá að borða á veitingastöðum eða fá að sitja á háhesti - svona hluti sem við sem samfélag erum ekki tilbúin að gefa,“ sagði Stewart við mannfjöldann.

Fjöldi tónlistarmanna hefur komið fram á fundinum, þar á meðal Cat Stevens, Ozzy Osbourne, Sheryl Crowe, rapphljómsveitin The Roots og John Legend.

Þá hafa mótmælaskilti viðstaddra vakið athygli.

„Stríðsrekstur er ekki ókeypis. Borgið skattana ykkar, tepokalýður!“ sagði á einu skiltanna. Á öðru sagði: „Við gætum haft rangt fyrir okkur“.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert