Tölvuþrjótar birtu mynd af leiðtoga Hizbollah

Hassan Nasrallah.
Hassan Nasrallah. AP

Vefsíðu menntamálaráðuneytisins í Sádi Arabíu var lokað í dag eftir að tölvuþrjótar birtu m.a. mynd á síðunni af Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbollah samtakanna í Líbanon. 

Tölvuþrjótarnir undirrituðu færsluna með nafni Ali al-Sistani, æðsta trúarleiðtoga síta í Írak. Þeir birtu einnig mynd af ungum Sítum með sprautunálar, sem talið er að þeir hafi fundið í gegnum leitarvélina Google.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka