Bandaríska þjóðin krefst stefnubreytingar

John Boehner.
John Boehner. Reuters

„Bandaríska þjóðin krefst þess að farnar séu nýjar leiðir í Washington," sagði John Boehner, formaður þingflokks Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að ljóst varð í nótt að flokkurinn hafði endurheimt meirihluta sinn í deildinni í þingkosningum í gær. 

„Þótt þessi nýi meirihluti geti verið ykkar rödd í þinginu er það forsetinn sem leggur línurnar fyrir ríkisstjórnina okkar," sagði Boehner.  „Bandaríska þjóðin hefur fært honum skýr boð, og þau boð eru: breyttu um stefnu." 

Boehner hét því að vinna að því draga úr ríkisútgjöldum og ríkiskerfinu og skapa störf með því að hlúa að einkaframtakinu. Bætti hann við að ef forsetinn og leiðtogar Demókrataflokksins væru reiðubúnir til að gera breytingar á stjórnarstefnunni væru repúblikanar reiðubúnir að vinna með þeim.  

Samkvæmt útgönguspám náði repúblikanar meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Boehner verður forseti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert