Undirskriftir gegn hvalveiðum

Mótmælendur hvalveiða beina því til Íslendinga að styðja frekar hvalaskoðun.
Mótmælendur hvalveiða beina því til Íslendinga að styðja frekar hvalaskoðun. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Rúmlega 28 þúsund manns höfðu í morgun skráð nöfn sín í undirskriftasöfnun á netinu gegn hvalveiðum Íslendinga. „Stöðvið grimmilega hvalaslátrun Íslands“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar. Samtökin International Fund for Animal Welfare standa að söfnun undirskriftanna.

Því er beint til Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, að  þeir sem skrifa undir skjalið á netinu vilji að Ísland hætti hvalveiðum og stuðli fremur að því að „varðveita dýrmæta hvalaskoðunarþjónustu sína“.

Í formála söfnunarinnar segir að íslenskir hvalveiðimenn hafi á þessu ári drepið 148 skíðishvali og 60 hrefnur í útrýmingarhættu á sömu slóðum og ferðamenn leggja leið sína til að dást að þessum risavöxnu skepnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert