Barist gegn vatnsskorti með snjó

Gríðarlega mikill snjór féll í Peking í janúar á síðasta …
Gríðarlega mikill snjór féll í Peking í janúar á síðasta ári. Reuters

Stjórnvöld í Peking, höfuðborg Kína, hafa ákveðið að safna saman og bræða snjó í vetur til að stemma stigu við viðvarandi vatnsskorti í borginni undanfarin ár. Tvær sérútbúnar bifreiðar verða gerðar út en þær geta safnað og brætt um 100 rúmmetra af snjó á klukkustund. Einnig verður snjó sturtað í ár til að hækka vatnsborð þeirra.

Um tuttugu milljón manns búa í Peking, og langur vegur frá því að hægt sé að sinna vatnsþörf allra, ekki síst á undanförnum árum. Sérfræðingar segja gróðurhúsaáhrif spila inn í, með meiri þurrkum en þekkjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert