Evrópa sameini hagstjórnina

Við höfuðstöðvar ESB.
Við höfuðstöðvar ESB. Reuters

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur að nýta eigi tækifærið og renna styrkari stoðum undir sameiginlega hagstjórn í Evrópu. Hann telur að eina lausnin við vandræðunum á evrusvæðinu sé að koma á miðlægari stjórn peningamála í Evrópu.

„Hjól sameiningarinnar snúast of hægt. Miðjan verður að taka frumkvæðið á öllum sviðum sem eru lykillinn að því að ná fram sameiginlegum örlögum sambandsins, sérstaklega í fjárhagslegri, hagfræðilegri og félagslegri stefnumótun. Ríki verða að vera reiðubúin að gefa eftir meira af valdi sínu til miðjunnar.“ 

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert