Finnair aflýsir flugferðum

Flugvélar FInnair á flugvellinum í Helsinki.
Flugvélar FInnair á flugvellinum í Helsinki. Reuters

Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur aflýst yfir 100 flugferðum, innanlands sem utan, í dag vegna yfirvofandi verkfalls flugáhafnarmeðlima þar í landi. Verkfallið hefst klukkan ellefu í dag að íslenskum tíma en samningaviðræður fóru út um þúfur í nótt þar sem ekki náðist samkomulag um næturvaktir og frídaga.

Talsmaður flugfélagsins Finnair sagði í samtali við fréttastofuna AFP að áhersla væri lögð á að halda flugi gangandi til borga á borð við Stokkhólm, París, Brussel og Kaupmannahöfn. Engin röskun verður á leiguflugi.

Útlit er fyrir að flugfélagið þurfi að aflýsa jafnmörgum flugferðum á morgun ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Flugfélagið Blue 1 mun einnig verða fyrir áhrifum verkfallsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert