Lars Løkke setur ferðamet

Hjónin Sólrún Jákupsdóttir og Lars Løkke Rasmussen.
Hjónin Sólrún Jákupsdóttir og Lars Løkke Rasmussen. mbl.is/Dagur

Ferðakostnaður Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, nam  3.934.625 dönkum krónum, um 80 milljónum íslenskra króna, á fyrsta ári hans í embætti. Ekstra Bladet segir frá þessu í dag og bætir við, að um sé að ræða met.

Í þremur ferðum fór Sólrún eiginkona Rasmussens, með og er kostnaður vegna ferða hennar með í heildarupphæðinni. Þetta voru ferðir til Japans, Suður-Kóreu og Singapúr, Grænlands og til Trinidad og Tobago.  

Blaðið segir, að kostnaðurinn sé óvenju hár vegna þess að forsætisráðherrann vilji frekar ferðast með leiguflugvélum en áætlunarflugvélum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert