Krefjast þess að Assange verði sleppt

Mótmælendurnir vilja að Assange verði sleppt.
Mótmælendurnir vilja að Assange verði sleppt. Reuters

Mótmæli voru víða á Spáni í gær þar lýst var yfir stuðningi við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og þess krafist að honum verði sleppt. Assange er nú í fangelsi í Bretlandi og hafa sænsk yfirvöld óskað eftir að fá hann framseldan, en hann er sakaður um kynferðisbrot í Svíþjóð.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman fyrir utan breska sendiráðið í höfuðborginni Madrid og kröfðust lausnar Assange.

Mótmælendurnir telja að handtaka Assange sé af póltískum rótum sprottin. 

Wikileaks hefur birt þúsundir bandarískra leyniskjala. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Bandaríkjastjórn sem hefur brugðist hart við, sem og ríkisstjórnir í öðrum löndum.

Assange var handtekinn í Lundúnum á þriðjudag eftir að alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum að beiðni sænskra stjórnvalda. Saksóknari í Svíþjóð vill yfirheyra hann í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Assange var neituð lausn gegn greiðslu tryggingar. Hann segist ætla að berjast gegn því að vera framseldur.

Grímuklæddir stuðningsmenn Wikileaks mótmæltu fyrir utan breska sendiráðið í Madrid …
Grímuklæddir stuðningsmenn Wikileaks mótmæltu fyrir utan breska sendiráðið í Madrid í gær. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert