Sykursýki kostar 160 milljarða dala

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Reuters

Sykursýki kostar Bandaríkjamenn allt að 160 milljarða Bandaríkjadollara á ári og mun hrjá þriðjung þjóðarinnar um miðbik þessarar aldar. Þetta sagði Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna á ráðstefnu um sykursýki í Dubai í dag.

Hann segir framleiðni hagkerfisins minnka verulega og kostnað hækka vegna reksturs heilbrigðiskerfisins er spár ganga eftir. Talið er að tíundi hver Bandaríkjamaður þjáist af sykursýki í dag. Sjúkdómurinn er eitt helsta heilbrigðisvandamál Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 

Um sjö hundruð sérfræðingar víðsvegar að úr heiminum eru staddir á ráðtefnunni í Dubai ásamt Bill Clinton og Friðriki krónprins Danmerkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert