Stærsta moska Vestur-Evrópu

Bænahald músllima.
Bænahald músllima. Reuters

Stærsta moska Vestur-Evrópu var opnuð í dag í Hollensku borginni Rotterdam.

Byggingin var fimm árum á eftir áætlun og kenna aðstandendur hennar hægri sinnuðum stjórnmálamönnum um seinkunina.

Moskuna prýða tveir turnar, eða mínarettur, sem hvor um sig er 50 metra hár. Þar geta 3000 beðist fyrir í senn.

Moskunni er ætlað að verða miðstöð góðgerða, gegnkvæms skilnings og fyrirgefningar.

„Þessi ósköp eiga ekki heima hér, heldur í Saudi-Arabíu,“ sagði Geert Wilders, leiðtogi íhaldsmanna og formaður hollenska frelsisflokksins um bygginguna.

Bygginguna fjármagnaði  Al Maktoum stofnunin, sem eru góðgerðarsamtök, stofnuð af konungsfjölskyldunni í Dubai.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert