Dönsk stjórnvöld vissu af hryðjuverkaáformum

JP/Politikens Hus við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten …
JP/Politikens Hus við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten eru. Reuters

Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, segist hafa fengið upplýsingar um það fyrir nokkrum vikum, að grunur léki á að öfgamenn ætluðu að ráðast á danskt blað.

„Ég man ekki dagsetninguna en ég hef í nokkrar vikur fengið upplýsingar um þetta mál, meðal annars vegna þess hve það er alvarlegt," segir Barfoed við Politiken í dag.

Fimm karlmenn voru handteknir í Danmörku og Svíþjóð á miðvikudag, grunaðir um að hafa undirbúið að ráðast á ritstjórn Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn og drepa eins marga og þeir gætu.  Fjórir mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en einum var sleppt. 

Allir mennirnir, sem nú eru í gæsluvarðhaldi, eru búsettir í Svíþjóð. Sænska öryggislögreglan hefur fylgst lengi með þeim og nokkrir þeirra hafa komið við sögu lögreglu, bæði vegna hryðjuverkatengsla og vegna annarra afbrota. 

Að sögn sænskra blaða heita mennirnir Sahbi Zalouti, 37 ára, Munir Awad, 29 ára, Omar Abdalla Aboelazm, 30 ára og Mounir Dhahri, 44 ára. Fjórir þeir fyrstnefndu eru sænskir ríkisborgarar en Dhahri er Túnisbúi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert