Settu myndir af nauðgun á Facebook

Lögreglan í Kanada hefur ákært þrjá unglingspilta í kjölfar þess að myndir voru settar á Facebook og fleiri samfélagsvefi af því þegar hópur pilta nauðgaði 16 ára gamalli stúlku. 

Árásin á stúlkuna var gerð í september á síðasta ári í svonefndu rave-partíi. Í kjölfarið birtust bæði ljósmyndir og myndskeið á netinu en svo virðist sem margir hafi tekið myndir og sett á netið.

Lögreglan í Bresku Kólumbíu hóf þegar rannsókn og ákærði í kjölfarið 16 ára gamlan pilt fyrir að birta myndir á Facebook-síðu sinni. Nú hafa tveir piltar til viðbótar, 18 og 19 ára gamlir, verið handteknir. Annar er ákærður fyrir kynferðislega árás en hinn fyrir að framleiða og dreifa barnaklámi.

Þótt piltarnir fjarlægðu myndirnar fljótlega af vefnum var skaðinn skeður og þær skjóta enn víða upp kollinum á netíðum.  Stúlkan, sem varð fyrir árásinni, hefur í kjölfarið sætt einelti og þurfti nýlega að skipta um skóla vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert