Ellefu ráðherrar segja sig úr ríkisstjórn

Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon.
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon. Reuters

Ellefu ráðherrar hafa sagt sig úr ríkisstjórn Líbanon og óvíst er hvort hún haldi velli. Um er að ræða ráðherra Christian Free Patriotic flokksins, en flokkurinn tengist Hezbollah samtökunum.

Þetta sagði orkumálaráðherra landsins,  Gebran Bassil,  á blaðamannafundi fyrir stundu.

Þegar fregnir um úrsögnina bárust, sat forsætisráðherra landsins, Saad Hariri, á fundi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Styr hefur staðið um rannsókn Sameinuðu Þjóðanna á morðinu á föður Hariris, Rafiq Hariri sem var forsætisráðherra landsins og hefur það valdið samstarfserfiðleikum í ríkisstjórninni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert