Á fimmta hundrað fórst

Að minnsta kosti 432  létu lífið þegar flóð og aurskriður fóru yfir svæði skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu í morgun. Myndir náðust af því þegar konu var bjargað á síðustu stundu úr vatninu.

Sjónvarpsstöðin Globo sýndi í kvöld myndir af konu, sem stóð í rústum húss síns og hélt á hundi. Vatnið hækkaði ört en konunni tókst að grípa reypi, sem fólk á þaki næsta húss kastuði til hennar. Skömmu síðar tókst að draga konuna upp á þakið en hundurinn lenti í vatninu og hvarf. 

Skammt frá tókst björgunarmönnum að bjarga hálfs árs gömlu barni og föður þess úr húsarústum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert