Dregið úr friðhelgi Berlusconis

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Reuters

Stjórnlagaréttur á Ítalíu hefur dregið úr friðhelgi Silvio Berlusconis, forsætisráðherra landsins, með því að ógilda lagaákvæði sem gefur forsætisráðherra sjálfkrafa friðhelgi.

Í stað þess eiga dómarar að ákveða í hverju tilviki fyrir sig, hvort forsætisráðherra landsins eigi að njóta friðhelgi.

Samkvæmt núverandi lögum njóta ráðherrar á Ítalíu  friðhelgi á þeirri forsendu að þeir þurfti að sinna opinberum skyldum sínum.

Berlusconi hefur verið ákærður fyrir skattsvik og að hafa greitt mútur. Réttarhöldin hafa tafist vegna deilna um friðhelgi forsætisráðherrans, en þau nálgast óðfluga þau tímamörk sem tilskilin eru til að ljúka þeim.

Berlusconi  hefur verið nokkuð kokhraustur, í heimsókn sinni til Berlínar í gær sagði hann að það skipti sig litlu máli hvort réttarhöldin yrðu blásin af eður ei. Hann segist hafa svarið við líf barnanna sinna að hann væri saklaus.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert