AGS: Ójöfnuður hægir á efnahagsbata

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Aukinn ójöfnuður í einstökum ríkjum getur haft veruleg neikvæð áhrif á efnahagsbata í heiminum, að mati Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í opinberum fyrirlestri sínum í  Singapore í dag sagði Strauss-Kahn segir að slík innanríkisátök geti leitt til aukinnar tilhneigingar til verndartollastefnu, félagslegs- og pólitísks óstöðugleika og jafnvel leitt til stríðsátaka.

Hann sagði að vissulega væru batamerki í efnahag heimsins. En þau væru ekki öll jákvæð. Mikill munur væri á þróun mála í ríkjum, þar sem hagkerfi er þróað og þar sem það er styttra á veg komið.

„Á meðan vöxturinn er undir væntingum í þróuðum iðnríkjum, þá er hann miklu hraðari í þeim ríkjum þar sem hagkerfið er minna þróað. Sums staðar gerast hlutirnir of hratt,“ sagði Strauss-Kahn.

Hann sagði að sívaxandi atvinnuleysi og mikill tekjumunur væri ein aðalástaæða ólgunnar í Túnis og í öðrum löndum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...