Obama hættur að reykja, segir forsetafrúin

Forsetahjónin Michelle og Barack Obama.
Forsetahjónin Michelle og Barack Obama. Reuters

Forsetafrúin Michelle Obama segir að eiginmaður sinn sé hættur að reykja. Hún segir að Obama hafi ekki reykt í næstum ár og að hún sé afar stolt af honum fyrir að hafa loks sigrast á fíkninni.

Michelle Obama lét þessi orð falla í viðtali við blaðamenn í Hvíta húsinu í gær. Hún sagði að forsetinn hafi alltaf viljað hætta.

Barack Obama hefur rætt opinskátt um sína baráttu við nikótín-fíkn. Í júní 2009 játaði hann að laumast af og til í sígaretturnar sínar.

Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að hann telji að Obama hafi skuldbundið sig til að hætta eftir að hafa náð fram breytingum á heilbrigðiskerfinu og af tillitssemi við dætur sínar tvær.

Árið 2007 krafðist forsetafrúin að Obama myndi hætta áður en hann byði sig fram til forseta. Hann féllst á það, en átti í kjölfarið erfitt með að hætta endanlega. Svo virðist sem hann hafi loksins náð því markmiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert