Vill skylda innflytjendur í starfsnám

Pia Kjærsgaard.
Pia Kjærsgaard. mbl.is

Danski þjóðarflokkurinn vill að atvinnulausum innflytjendum verði gert að fara í starfsnám á vinnustöðum á borð við matvöruverslanir, skyndibitastaði og hreingerningarfyrirtæki.

Þetta er ein af tillögum Piu Kjærsgaard, leiðtoga flokksins, um hvernig hægt sé að minnka þann 16 milljarða kostnað sem danska þjóðin ber árlega vegna innflytjenda frá lítið þróuðum löndum.

„Þetta eru þungar byrðar. Kostnaðurinn fyrir danska þjóðfélagið er yfirgengilegur og við hefðum átt að bregðast við þessu með einhverjum hætti miklu fyrr,“ sagði Kjærsgaard á vef danska dagblaðsins Politiken. „Nú er komið að því að þetta fólk leggi eitthvað fram til samfélagsins.“

Áætlun Þjóðarflokksins felur í sér að bæta dönskukunnáttu þessa hóps, þannig að fólkið myndi sitja á skólabekk hálfan daginn og læra dönsku og vinna hálfan daginn. Stefnan er að eftir eitt ár fari fólkið í fullt starf.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert