Ísraelsher undir allt búinn

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Reuters

Ísraelsher er undir allar aðstæður búinn, segir forsætisráðherra landsins, Benjamin Netanyahu. Hann segir jarðskjálfta nú ríða yfir arabaheiminn og herinn því í viðbragðsstöðu, þar sem hann sé forsenda friðsamlegra samksipta við nágrannalönd Ísraels.

„Jarðskjálfti skekur nú allan arabaheiminn og stóran hluta hinn múslímska heims og við vitum ekki enn hverjar málalyktir verða,“ sagði Netanyahu á samkomu hjá hernum.

„Við erum undir allt búin af því við vitum að grundvöllur tilvistar okkar, og geta okkar til þess að sannfæra nágrannaríki um að lifa í samlyndi við okkur, byggir á hernum.“

Ísraelar hafa farið varlega í yfirlýsingar vegna brotthvarfs Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, en Mubarak hefur verið einn helsti bandamaður Ísraels í friðarviðræðum á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert