George H.W. Bush fær orðu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hengir orðu um háls forvera síns …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hengir orðu um háls forvera síns í embætti, George H.W. Bush, sem var forseti 1989-1993. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna veitti fimmtán Bandaríkjamönnum orðu í dag fyrir ýmis störf í þágu þjóðarinnar.

Meðal þeirra sem fengu orðu í dag, er fyrrum forseti Bandaríkjanna á árunum 1989-1993 , George H.W. Bush.

Bush, sem er 86 ára fékk frelsisorðuna, sem er æðsti heiður sem óbreyttum borgurum getur veist.

Orðuna geta þeir fengið sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka öryggi landsins eða  unnið að þjóðarhag Bandaríkjanna með ýmsum hætti.

Obama hrósaði forsetanum fyrrverandi fyrir einstaka diplómatíska hæfileika og sagði hann hafa átt stóran þátt í að kalda stríðið tók enda.

Meðal annarra sem fengu orðu var Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert