Sagði að Elísabet drottning hefði verið lengur við völd

Muammar Gaddafi
Muammar Gaddafi Reuters

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, sagði í útvarpsviðtali í dag, að hann sæi ekki ástæðu til að segja af sér þó að hann hefði verið lengi við völd. Hann benti á að Elísabet Englandsdrottning, hefði verið lengur við völd en hann. 

Það var líbísk útvarpsstöð sem talaði við Gaddafi í um 30 mínútur. Fátt nýtt kom fram í viðtalinu. Hann ítrekaði sumt af því sem hann sagði í sjónvarpsávarpi á þriðjudaginn. Hann hvatti Líbíumenn til að styðja ekki uppreisnarmenn og sagði að stöðugleiki ætti að komast á í landinu.

Gaddafi fordæmdi framkomu ungs fólks og sagði að foreldrar þeirra ættu að koma út af heimilum sínum og reyna að koma vitinu fyrir syni sína.

Gaddafi sagði að það sem væri að gerast í Líbíu væri ekki að íbúar landsins væri að krefjast breytinga heldur væru hryðjuverkamenn að reyna að taka völd í landinu undir forystu al-Qaeda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert