Obama hvetur til samstöðu

Barack Obama Bandaríkjaforseti skorar á þingið að slíðra sverðin og ná lendingu í harðvítugum deilum um ríkisfjármálin. Allt stefnir í að nokkrum ríkisstofnunum verði lokað vegna fjárskorts, líkt og gerðist á fyrra kjörtímabili Bill Clinton. Obama varar við efnahagslegum afleiðingum slíkrar lokunar.

Forsetinn lýsti þessum sjónarmiðum í ávarpi helgarinnar til þjóðar sinnar en þar hvatti hann demókráta og repúblikana til að huga að hagsmunum landsins.

„Ég hvet til þess og vænti þess jafnframt að þeir finni sameiginlega lendingu svo við getum hraðað, en ekki tafið fyrir, vexti hagkerfisins. Það verður ekki auðvelt. Fyrir hendi er fjöldi átakamála og deiluefna og hvorugur flokkur mun fá allt sem hann vill. Báðar fylkingar munu þurfa að gera málamiðlanir,“ sagði forsetinn í lauslegri þýðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert